Þeim brá mjög í brún þegar þeir komu nær og sáu að tvö lítil börn voru þar. Þau höfðu verið skilin eftir. U.S. Customs and Border Protection skýrir frá þessu í fréttatilkynningu og birtir mynd af börnunum og staðnum þar sem þau fundust.
Börnin voru að sjálfsögðu strax flutt á öruggan stað þar sem þau fá nauðsynlega umönnun. Í burðarstól yngra barnsins fundu landamæraverðirnir miða þar sem stóð að um tveggja ára stúlku og þriggja mánaða dreng frá Hondúras væri að ræða. Þau eru systkini.
Mikil leit var gerð á svæðinu en fleira fólk fannst ekki.
Börnunum heilsast vel og þurftu ekki á læknisaðstoð að halda. Ekki er vitað hvað varð um foreldra þeirra eða hversu lengi þau voru á árbakkanum. Næsta verkefni bandarískra yfirvalda er að taka ákvörðun um framtíð barnanna, hvort þau fái að vera áfram í Bandaríkjunum eða hvort þau verði send aftur til Hondúras.
Eagle Pass #USBP agents rescue children abandoned in Rio Grande. More info: https://t.co/xkZHlvIGa9 #CBP pic.twitter.com/PzT4WIm4Ez
— CBP South Texas (@CBPSouthTexas) September 14, 2021