Norska ríkisútvarpið, NRK, skýrir frá þessu. Fram kemur að engir aðrir áverkar hafi verið á dúfunum og að höfuð þeirra hafi ekki fundist.
Svein-Håkon Lorentsen, hjá norsku náttúrufræðistofnuninni, sagði í samtali við NRK að það sé undarlegt að ekki hafi verið reynt að borða dúfurnar og að þær séu svo heillegar, aðeins vanti höfuð þeirra. Í flestum tilfellum hljóti dúfur áverka á líkamanum og missi fjaðrir þegar ránfuglar eða rándýr ráðast á þær. Aðrir sérfræðingar tóku í sama streng og sögðu mjög undarlegt að engir aðrir áverkar séu á fuglunum. Þeir vildu þó ekki útiloka að ránfugl eða rándýr gæti hafa banað þeim.