fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Ungmenni setja nikótínpúða undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin – Fagfólk hefur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 07:02

Sænskt snús er vinsælt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagfólk hefur miklar áhyggjur af ungmennum sem nota nikótínpúða og það ekki eingöngu í munninn. Dæmi eru um að þau troði þeim undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin. Varla þarf að fjölyrða um hættuna sem getur stafað af þessu.

Lengi hefur verið þekkt að ungmenni, og fullorðnir, noti nikótínpúða og troði þeim undir vörina en nú virðast margir troða þeim í önnur líkamsop. Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins sem ræddi við sérfræðinga í heilbrigðismálum.

„Stundum er þetta partýkúltúr. Unga fólkið er áhættusækið og vill kannski skora hvert annað á hólm. En þetta er líka örugglega vegna þess að sumir vilja leyna því að þeir eru orðnir háðir þessu og vilja ekki að foreldrar þeirra komist að því,“ sagði Rikke Højland, heilbrigðisráðgjafi í Holsterbro. Hún sagðist heyra að unga fólkið sé mjög hugmyndaríkt þegar kemur að notkun nikótínpúðanna og það sé mikið áhyggjuefni.

Með því að setja nikótínpúðana í þessi líkamsop komast þeir í beina snertingu við slímhimnuna og það getur valdið tjóni á henni eins og þeir gera einnig þegar þeir eru settir undir varirnar. Mörg dæmi eru um slæmt tjón á tannholdi vegna nikótínpúðanotkunar.

Dönsk heilbrigðisyfirvöld telja að allt að 10% ungmenna noti nikótínpúða eða álíka vörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold