fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 05:56

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn sneri Brian Laundrie heim til Flórída en aleinn. Hann hafði lagt upp í ferðalag þvert yfir Bandaríkin með unnustu sinni, Gabreille Petito, sem er kölluð Gabby, en hún sneri ekki aftur. Þau ferðuðust í Ford Transit bíl sem hafði verið innréttaður sérstaklega fyrir ferðina. Hún er horfin sporlaust og Brian er ekki fús til að segja mikið frá ferð þeirra eða af hverju Gabby sneri ekki aftur heim.

Þegar Brian sneri einn heim hafði móðir Gabby samband við lögregluna sem fór að kanna málið. Þegar lögreglumenn fóru heim til Brian komu foreldrar hans í veg fyrir að hann ræddi við lögregluna. Lögreglan segir að hvarf Gabby sé „dularfullt“ en þar sem Brian hefur ekki stöðu grunaðs í málinu ber honum ekki skylda til að ræða við lögregluna um málið.

Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær um málið að sögn ABC News. Í henni sagði hann að síðustu dagar hafi verið erfiðir fyrir fjölskyldu sína og fjölskyldu Gabby og að hann hafi fengið vitneskju um að leit sé hafin að Gabby nærri Grand Teton National Park í Wyoming og vonist hann til að Gabby finnist heil á húfi. Hann segir jafnframt í yfirlýsingunni að samkvæmt ráði frá lögmanni fjölskyldunnar hafi hann og fjölskylda hans ákveðið að halda sig til hlés og tjá sig ekki frekar um málið að sinni.

Gabby og Brian bjuggu í bílnum á ferð sinni og sýndu frá henni á YouTube. Lögreglan hefur lagt hald á bílinn og er nú að rannsaka hann í leit að vísbendingum um örlög Gabby.

Á YouTube má sjá að þau fóru frá Flórída til New York og þaðan til Utah og þaðan til Wyoming. Ætlunin var að ljúka ferðinni í Portland í Oregon.

Gabby hefur ekki sést síðan þau stoppuðu í Grand Teto í Wyoming og fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan 25. ágúst.

Tveimur vikum áður en Gabby hvarf hafði lögreglan afskipti af parinu í Utah en þar höfðu þau átt í deilum við hvort annað. Gabby var þá í uppnámi og hafði áhyggjur af andlegri heilsu sinni. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans