fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 05:53

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur dögum eftir að stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, réðust á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn hringdi Mark Milley, yfirmaður Bandaríkjahers, í Li Zuocheng, æðsta yfirmann kínverska hersins, og fullvissaði hann um að Trump myndi ekki hefja stríð gegn Kína. Milley hafði áhyggjur af andlegri heilsu forsetans og hverju hann kynni að taka upp á.

Þetta kemur fram í nýrri bók, sem heitir „Peril“, eftir hinn sögufræga blaðamann Bob Woodward og Robert Costa, blaðamann hjá Washington Post. Washington Post og CNN birtu kafla úr bókinni í gær og er óhætt að segja að þeir hafi vakið mikla athygli. Margir framámenn í Repúblikanaflokknum brugðust illa við upplýsingunum um símtal Milley og krefjast þess að hann verði látinn víkja.

Woodward hefur áður fjallað um forsetatíð Trump í tveimur bókum en í „Peril“ er fjallað um lokadagana í embætti eftir ósigurinn í forsetakosningunum í nóvember 2020. Miðpunktur umfjöllunarinnar er Mark Milley. Hann er sagður hafa hringt í kínverska starfsbróður sinn fjórum dögum fyrir kosningarnar því leyniþjónustuupplýsingar bentu til að Kínverjar óttuðust árás frá Bandaríkjunum. Ástæðan var fyrirhuguð heræfing í Suður-Kínahafi og sífellt grimmari tónn hjá Trump. „Li hershöfðingi, ég fullvissa þig um að bandaríska ríkisstjórnin er í jafnvægi og að allt verður í lagi. Við munum ekki ráðast á ykkur né grípa til neinna aðgerða,“ sagði Milley eftir því sem fram kemur í bókinni. Hann er einnig sagður hafa sagt að ef árás væri yfirvofandi myndi hann hringja í Li og vara hann við.

CIA óttaðist valdarán

Eftir að stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið versnaði ástandið enn frekar að því er segir í bókinni og innan hersins og leyniþjónustustofnana ríkti nánast örvænting. Gina Haspel, forstjóri CIA, óttaðist að öfgahægrimenn ætluðu að fremja valdarán áður en til árásarinnar á þinghúsið kom. Hana grunaði einnig að Trump ætlaði að beita hernum gegn Íran. „Staðan er mjög hættuleg,“ sagði hún við Milley.

Eftir árásina á þinghúsið hafði Milley áhyggjur af andlegri heilsu Trump og greip til aðgerða til að tryggja að Trump gæti valdið algjörum glundroða í Bandaríkjunum með því að fyrirskipa hernum að ráðast á erlent ríki. Í bókinni kemur fram að Milley hafi misst trú á að herinn gæti haft stjórn á Trump og hafi því talið það sína ábyrgð sem æðsta herforingja Bandaríkjahers að „gera ráð fyrir því óhugsandi og grípa til viðeigandi aðgerða“.

Mark Milley. Mynd:EPA

Strax eftir kosningaósigurinn skrifaði Trump undir tilskipun um að allir bandarískir hermenn ættu að hverfa frá Afganistan í síðasta lagi 15. janúar, áður en hann léti af embætti. Þessi tilskipun var gerð með mikilli leynd og vissu hernaðarráðgjafar Trump ekki af henni. Hún var síðar afturkölluð. En bókarhöfundar segja að tilskipunin hafi ýtt undir áhyggjur Milley af Trump.

Þann 8. janúar boðaðiMilleytil leynifundar á skrifstofu sinni í Pentagon þar sem hann fór í gegnum allt er við kom hernaði, þar á meðal kjarnorkuárás, með yfirmönnum hersins. Hann skipaði þeim að hlýða ekki neinum fyrirmælum, sama frá hverjum þau kæmu, nema fara fyrst í gegnum hann sjálfan.

Nancy Pelosi.

Þennan sama dag ræddi hann símleiðis við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins. Bókarhöfundar fengu endurrit af þessu samtali í hendur við gerð bókarinnar. Þeir segja að Pelosi hafi sagt við Milley að hún hefði áhyggjur af kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna svo lengi sem Trump væri í Hvíta húsinu. „Það sem ég er að segja er að ef ekki var hægt að stöðva árás hans á þinghúsið, hvað vitum við hvað hann mun gera meira? Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“ sagði Pelosi og bætti við: „Þú veist að hann er klikkaður. Hann hefur lengi verið klikkaður.“

„Frú þingforseti, ég er þér algjörlega sammála um þetta allt,“ svaraði Milley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm