fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sekta Google um 22 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 07:15

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppnisyfirvöld í Suður-Kóreu sektuðu í dag Google fyrir að misnota ráðandi markaðsstöðu sína hvað varðar stýrikerfi. Sektin nemur sem svarar til um 22 milljarða íslenskra króna.

Málið snýst um tilraunir Google til að takmarka samkeppni hvað varðar stýrikerfi fyrir farsíma. Samkeppnisyfirvöld rannsökuðu ásakanir um að Google hefði komið í veg fyrir að innlendir framleiðendur farsíma gætu nýtt sér önnur stýrikerfi en Android stýrikerfi Google.

Google hefur ekki enn tjáð sig um niðurstöðu samkeppnisyfirvalda en sektin er enn eitt höggið fyrir Google í Suður-Kóreu. í byrjun mánaðarins samþykkti þingið lög sem banna fyrirtækjum á borð við Google og Apple að neyða þá sem þróa öpp til að nota greiðslulausnir fyrirtækjanna í öppunum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Google eða móðurfyrirtækið þess, Alphabet, er sektað af samkeppnisyfirvöldum. Í júlí sektuðu frönsk samkeppnisyfirvöld fyrirtækið um sem svarar til rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. Á síðsta ári sektaði Framkvæmdastjórn ESB Google um nokkra milljarða evra fyrir ólöglegar samkeppnishindranir árum saman.

Sektirnar ættu þó ekki að setja Google eða Alphabet í gjaldþrot því á síðasta ári var hagnaður Alphabet rúmlega 40 milljarðar dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“