fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Gengi rafmyntar snarhækkaði í kjölfar lygafréttar um Walmart

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi rafmyntarinnar litecoin hækkaði um 30% í gær eftir frétt um að bandaríska verslunarkeðjan Walmart ætlaði að byrja að taka við greiðslum í rafmynt. En talsmenn Walmart vísuðu þessu fljótlega á bug og sögðu að um „lygafrétt“ væri að ræða.

Verðið á litecoin hækkaði um tæplega 30% í kjölfar „fréttarinnar“ og fór í 225 dollara. Verðið lækkaði síðan niður í 180 dollara eftir að Walmart hafði tilkynnt að „fréttin“ ætti ekki við rök að styðjast.

„Fréttin“ var send út í gegnum GlobeNewswire en fyrirtækið sendir út fréttatilkynningar. Í tilkynningunni kom fram að Walmart myndi byrja að taka við greiðslum í rafmynt og að fyrirtækið hefði gert stóran samning við litecoin um að frá og með 1. október yrði tekið við rafmyntinni í netverslunum Walmart.

Randy Hargrove, talsmaður Walmart, sagði í gær að fyrirtækið hefði rætt við GlobeNewswire um hvernig stæði á því að fréttatilkynningin var send út en niðurstaða liggur ekki fyrir.

GlobeNewswire sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem blaðamenn, fjölmiðlar og aðrir viðskiptavinir voru beðnir um að taka ekki mark á tilkynningunni.

Walmart er stærsta verslunarkeðja heims en velta fyrirtækisins var 559 milljarðar dollara á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?