fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 22:30

Það má ekki æfa ef eini klæðnaðurinn að ofanverðu er íþróttabrjóstahaldari. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð umræða hefur orðið í Danmörku eftir að stjórnendur líkamsræktarstöðvar hjá Syddansk háskólanum ákváðu að banna konum að stunda æfingar ef þær eru aðeins klæddar íþróttabrjóstahaldara að ofan.

Nýlega varð mikil umræða í Danmörku um ákvörðun skólastjóra framhaldsskóla í Vejle um að banna nemendum að mæta í skólann ef þeir væru klæddir í peysur eða boli sem næðu ekki alveg að hylja magann. Úr urðu töluverð mótmæli og á endanum greip skólastjórnin inn í málið og ógilti ákvörðun skólastjórans.

Nú stefnir í álíka heitar umræður um ákvörðun stjórnenda SDU Fitness um að banna æfingar ef iðkendur eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara.

Jótlandspósturinn hefur eftir Nivi Meyer, sem stendur fyrir undirskriftarsöfnun gegn þessari ákvörðun, að henni finnist þetta alveg fáránlegt. Hér sé um gamaldags viðhorf til kvenna að ræða, að ekki megi æfa í íþróttabrjóstahaldara og sýna magann á sér.

Í skjali, sem hefur verið birt á Facebook, er bannið skýrt með því að það snúist um hreinlæti, persónuleg mörk og þess að taka tillit til mismunandi menningar.

Þingmenn Danska þjóðarflokksins og Venstre gagnrýna bannið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?