Einn Breti er meðal hinna handteknu en hinir eru frá Níkaragva. Mennirnir eru á aldrinum 24 til 29 ára. Skútan var um 130 km undan strönd Plymouth þegar lögreglan lét til skara skríða og réðst um borð í hana. Sky News skýrir frá þessu.
Matt Horne, yfirmaður hjá Scotland Yard, sagði að enginn vafi leiki á að selja hafi átt kókaínið víða á Bretlandseyjum og að skipulögð glæpasamtök hafi staðið á bak við smyglið.