South China Morning Post skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið lyktin af ferðatöskunni sem varð til þess að leigubílstjórinn hringdi í lögregluna. Að auki voru blóðblettir á töskunni.
Leigubílstjórinn sagði lögreglunni að taskan væri mjög þung og lyktaði illa og væri þakin blóðblettum. Þegar bílstjórinn hringdi í lögregluna flúði Xie af vettvangi en skildi töskuna eftir.
Lögreglan kom á vettvang og opnaði töskuna og fann lík 19 ára konu í henni. Hún hafði starfað á karókíbarnum þar sem Xie starfaði þar til í ágúst en þá hætti hann störfum.
Lögreglan hét sem nemur um 600.000 íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Xie í þeirri von að almenningur myndi aðstoða við leitina að honum. Þetta bar árangur því hann var handtekinn daginn eftir í nærliggjandi sýslu en þangað hafði hann hjólað.
Rannsókn málsins stendur enn yfir.