Gaddavír er efst á girðingunni og rafrænn búnaður er notaður til vöktunar á landamærunum. Michalis Chrisochoidis, ráðherra almannavarna, sýndi fréttamönnum girðinguna nýlega og sagði við það tækifæri að ástandið í Afganistan valdi „möguleika á flóttamannastraumi“. „Við getum ekki horft aðgerðalaus á þennan hugsanlega möguleika. Landamæri okkar verða örugg og lokuð,“ sagði hann. Gríska ríkisstjórnin reiknar með að ráða 1.200 landamæraverði til starfa á næstunni til að styrkja gæsluna á landamærunum enn frekar. Að auki verður eftirlit strandgæslunnar í Eyjahafi styrkt. Hefur ESB beðið Framkvæmdastjórn ESB um 15,8 milljónir evra til þess verkefnis.
Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála, sagði nýlega að Grikkir vilji takast á við flóttamanna- og innflytjendavandann á uppbyggilegan og áhrifaríkan hátt en hafi þörf fyrir sanngjarnan og nægan stuðning frá ESB til að geta það. „ESB á að styðja vernd ytri landamæra ESB í Grikklandi“, sagði ráðherrann.
Frá 2015 hefur ESB styrkt Grikki um sem svarar til um 300 milljarða íslenskra króna vegna flóttamannavandans, bæði til landamæragæslu og til móttöku flóttamanna.