fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Danir selja Nýsjálendingum 500.000 skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 08:00

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir hafa náð athyglisverðum árangri í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar og mánuðum saman hefur þeim tekist að halda faraldrinum niðri. Tíðni smita sveiflast lítið og álagið á heilbrigðiskerfið er lítið. Vel hefur gengið að bólusetja þjóðina en rúmlega 73% hafa lokið bólusetningu.

Danir eiga meira en nóg af bóluefnum til að fullnægja eigin þörf og því hafa þeir gert samning við Nýja-Sjáland um sölu á 500.000 skömmtum af bóluefni Pfizer/BioNTech þangað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Það voru nýsjálensk yfirvöld sem leituðu til Dana og föluðust eftir kaupum á bóluefnum.

„Við höfum frá upphafi veðjað á að kaupa mikið af bóluefnum fyrir dönsku þjóðina og í dag eigum við svo mikið af mRNA-bóluefnum að við höfum ekki þörf fyrir þau öll og það þrátt fyrir að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gefa fólki þriðja skammtinn,“ er haft eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, í fréttatilkynningunni.

Nýsjálendingar hafa einnig keypt bóluefni af Spánverjum.

Reiknað er með að bóluefnin verði send til Nýja-Sjálands í dag og á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni