fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Segja að niðurstöður rannsóknarinnar skeri endanlega úr um gagnsemi andlitsgríma

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. september 2021 16:00

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur fólki víða um heim verið gert að nota andlitsgrímur til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Ekki hafa allir verið sáttir við þetta og margir hafa haldið því fram að andlitsgrímurnar geri ekkert gagn, séu jafnvel verri en ekkert. Vísindamenn segjast nú hafa lokið við rannsókn sem svari því endanlega hvort grímurnar gera gagn eður ei.

Rannsóknin náði til 342.000 manns í Bangladess en fólkið býr í 600 bæjum. Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar séu svo afgerandi að ekki sé frekari þörf á umræðum um gagnsemi andlitsgríma. „Þetta ætti að binda enda á vísindalegar umræður um hvort andlitsgrímur koma að gagni í baráttunni við COVID-19 meðal almennings,“ hefur Washington Post eftir Jason Abaluck, hjá Yale háskólanum, sem er hagfræðingur og einn af stjórnendum rannsóknarinnar.

Vísindamennirnir komust að því að aukning á notkun andlitsgríma leiði til þess að smitum fækki. Í Bangladess er þess krafist að fólk noti andlitsgrímur en ekki er hægt að segja að fólk hafi almennt farið eftir þessari kröfu.

Vísindamennirnir reyndu að breyta þessu. Þeir skiptu þátttakendunum í tvo jafn stóra hópa. Annar fékk andlitsgrímur, upplýsingar um rétta notkun þeirra og kostina við notkun þeirra. Með þessu tókst að fjölga notendum andlitsgríma í hópnum úr 13% í 42%.

Eftir hálft ár var niðurstaðan sú að smitum í þessum hóp hafði fækkað um 9,3% og var þá miðað við mælingar á mótefni í blóði fólks. Þessa niðurstöðu á ekki að flokka sem svo að grímurnar dragi „aðeins“ úr smitum um 10%. Abaluck sagði að smit væru mun færri ef fleiri notuðu grímur en í rannsókninni notaði rúmlega helmingur þátttakendanna ekki grímu.

Rannsóknin hefur ekki enn verið birt opinberlega en rannsakendurnir telja niðurstöður hennar skipta svo miklu máli fyrir umræðuna um notkun andlitsgríma og lýðheilsu að ekki sé hægt að bíða eftir að hún verði endanlega samþykkt og yfirfarin af öðrum vísindamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans