The Guardian segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi sagt að breytingin sé nauðsynleg vegna þess að fólk kjósi að eignast börn síðar á ævinni en áður var og þetta létti þrýstingi af þeim sem þurfa á aðstoð að halda við barneignir þannig að fólki finnist ekki að það þurfi að byrja of snemma á ferlinu.
Samkvæmt nýju lögunum verður að spyrja fólk, sem lætur frysta sæði, egg og fósturvísa, á 10 ára fresti hvort það vilji halda þeim i frysti. Ekki má geyma þetta í meira en 55 ár.