fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn – Deltaafbrigðið eykur líkurnar á sjúkrahúsinnlögn um 200% hjá óbólusettum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 06:59

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er bráðsmitandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar þá eykur smit með Deltaafbrigði kórónuveirunnar líkurnar á því að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús um 200% hjá þeim sem eru ekki bólusettir.

Það voru danska smitsjúkdómastofnunin, Statens Serum Institut, og Álaborgarháskóli sem stóðu að rannsókninni. Skýrt er frá henni á heimasíðu Statens Serum Institut.

Fram kemur að líkurnar á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits séu 201% meiri ef þeir eru smitaðir af Deltaafbrigðinu en ef þeir eru smitaðir af Alfaafbrigðinu.

Deltaafbrigðið, sem uppgötvaðist fyrst á Indlandi í desember á síðasta ári, er það afbrigði kórónuveirunnar sem ræður lögum og lofum í Danmörku en nær öll smit sem greinast eru af völdum Deltaafbrigðisins. Áður var það Alfaafbrigðið, áður þekkt sem breska afbrigðið, sem réði ríkjum.

Rannsóknin hefur verið birt í læknaritinu The Lancet.

Á heimasíðu Statens Serum Institut kemur fram að erlendar rannsóknir hafi sýnt svipaðar niðurstöður. Samkvæmt breskri rannsókn eru líkurnar á sjúkrahúsinnlögn óbólusettra 132% meiri ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu og kanadísk rannsókn sýndi 108% meiri líkur. Niðurstöður norskrar rannsóknar voru á hinn bóginn að ekki væru meiri líkur á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu.

Tyra Grove Krause, fagstjóri hjá Statens Serum Institut, segir að niðurstöðurnar sýni mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“