fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Joe Biden hvetur ráðgjafa frá tíma Trumpstjórnarinnar til að segja upp – Ef ekki verða þeir reknir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 06:59

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er enn að taka til eftir forvera sinn, Donald Trump, í Hvíta húsinu og nú er röðin komin að 11 ráðgjöfum sem Trumpstjórnin útnefndi. Ráðgjafarnir hafa verið hvattir til að segja upp störfum af sjálfsdáðum en að öðrum kosti verði þeir reknir. En ekki er að heyra að ráðgjafarnir séu mjög samstarfsfúsir við forsetann.

Meðal ráðgjafanna eru Sean Spicer, fyrrum fjölmiðlafulltrúi Trump, H.R. McMaster, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi hans.

Málið var rætt á fréttamannafundi í Hvíta húsinu á miðvikudaginn þar sem Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, var fyrir svörum. Hún sagði það rétt vera að forsetinn hafi hvatt ráðgjafana til að segja upp en að öðrum kosti verði þeir reknir. „Markmið forsetans með þessu er það sama og hver einasti forseti myndi hafa: Að tryggja að ráðgjafar og starfsfólk í hinum ýmsu embættum sé hæft til að gegna störfum sínum og að það starfi í samræmi við þau pólitísku gildi sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði hún. The Guardian skýrir frá.

Ráðgjafarnir 11 voru á valdatíma Trump ráðnir til starfa í svokölluðu „military service advisory boards,“ en það eru ráðgefandi nefndir sem veita fimm herskólum ráðgjöf en ráðgjöf þeirra er ekki bindandi. Meðal verkefna nefndanna er meðal annars að veita ráð um málefni á borð við móral og aga, námsskrá, kennslu, útbúnað nemenda, fjármál, kennsluaðferðir og fleira. Í hverri nefnd situr fólk sem er tilnefnt af þinginu og forsetanum. Á valdatíma Trump sátu þeir áfram í þessum nefndum sem forveri hans, Barack Obama, hafði tilnefnt.

En Biden hefur greinilega ekki áhuga á að nýta sér starfskrafta þeirra sem Trump útnefndi.

Psaki vildi ekki tjá sig mikið um málið en vísaði því á bug að það snúist um flokkslínur. „Ég læt öðrum eftir að meta hvort Sean Spicer, Kellyanne Conway og aðrir úr hópnum séu hæf og nægilega ópólitísk til að geta sinnt þessum störfum en hæfnikröfur forsetans snúast ekki um flokksskírteini fólks, heldur um hvort fólk er hæft til að sinna starfinu í samræmi við kröfur og gildi þessarar ríkisstjórnar,“ sagði hún.

Ýmislegt bendir til að Biden verði að gera alvöru úr hótun sinni um að reka fólkið úr starfi því ekki er að heyra að það hafi í hyggju að segja upp. Kellyanne Conway birti bréf til Biden á Twitter þar sem hún beindi orðum sínum beint að honum og gagnrýndi störf hans í Hvíta húsinu. Hún skrifaði meðal annars: „Ég segi ekki upp en það ættir þú að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“