fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Danskar hænur þjást – Verpa svo stórum eggjum að bringubein brotna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sýna að um 85% af dönskum varphænum eru með sprungur í bringubeinum eða brotin bringubein því þær verpa svo stórum eggjum.

Málið hefur vakið töluverða reiði í Danmörku og þykir mörgum sem dýravelferð sé látin sitja á hakanum.

Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, vill að Rasmus Prehn, matvælaráðherra, grípi til aðgerða til að tryggja velferð hænsna. Hún sagði að þótt það þýði að eggjabakki kosti nokkrum krónum meira þá verði að gera það, neytendur vilji örugglega borga aðeins meira fyrir eggin sín ef hænurnar hafa það gott.

Ein af mögulegum lausnum sem vísindamennirnir leggja til er að láta hænur byrja að verpa síðar, þegar þær eru orðnar stærri, með því megi koma í veg fyrir megnið af meiðslum sem þessum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“