CBC skýrir frá þessu. Í ágúst voru landamærin opnuð fyrir nágrannana í Bandaríkjunum og nú er röðin komin að öðrum þjóðum. Fram að þessu höfðu ákveðnar undantekningar verið veittar á þessu en eftir að opnað var fyrir komur Bandaríkjamanna til landsins fjölgaði þeim um helming á fyrstu vikunni en það var 9. til 15. ágúst.
Frá 9. til 26. ágúst reyndust 0,19% bólusettra ferðamanna vera með kórónuveirunnar en tilviljanakennd sýnataka var við landamærin.
Þeir sem hyggja á ferð til Kanada þurfa að hafa lokið bólusetning að minnsta kosti 14 dögum áður en þeir koma til landsins. Þeir þurfa einnig að skrá komu sína í síðasta lagi 72 klukkustundum fyrir áætlaðan komutíma í sérstakt app.
Smitum og sjúkrahúsinnlögnum hefur farið fjölgandi að undanförnu í Kanada en flestir hinna smituðu og þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eru óbólusettir.