NBC News skýrir frá þessu. Hún kennir ensku og textaskrif í menntaskóla í norðurhluta Virginíu, ekki langt frá Hvíta húsinu. Hún hafði áður sagt að hana hlakkaði til að hætta fjarkennslunni og nú er það hægt þar sem búið er að slaka á sóttvarnaaðgerðum.
Eins og fyrr sagði er þetta í fyrsta sinn sem bandarísk forsetafrú sinnir fullu starfi en forverar hennar hafa einbeitt sé að barnauppeldi, gestgjafahlutverkum og gegnt nokkurskonar sendiherrastöðum fyrir eiginmenn sína. Hún sinnti einnig kennslu í þau átta ár sem Joe Biden var varaforseti.
Eleanor Roosevelt var sérstaklega virk og áberandi sem forsetafrú þegar eiginmaður hennar, Franklin D. Roosevelt, var forseti. Hún ferðaðist mikið um Bandaríkin og ræddi við fátæka, fólk úr minnihlutahópum og fólk sem átti erfitt af öðrum ástæðum. Þetta fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun.