fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Jill Biden er snúin aftur til kennslu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 06:59

Jill Biden nýtur þess að kenna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jill Biden, forsetafrú í Bandaríkjunum, sneri í gær aftur til kennslu í kennslustofu eftir margra mánaða fjarkennslu. Hún er þar með fyrsta bandaríska forsetafrúin sem sinnir fullu starfi utan Hvíta hússins.

NBC News skýrir frá þessu. Hún kennir ensku og textaskrif í menntaskóla í norðurhluta Virginíu, ekki langt frá Hvíta húsinu. Hún hafði áður sagt að hana hlakkaði til að hætta fjarkennslunni og nú er það hægt þar sem búið er að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Eins og fyrr sagði er þetta í fyrsta sinn sem bandarísk forsetafrú sinnir fullu starfi en forverar hennar hafa einbeitt sé að barnauppeldi, gestgjafahlutverkum og gegnt nokkurskonar sendiherrastöðum fyrir eiginmenn sína. Hún sinnti einnig kennslu í þau átta ár sem Joe Biden var varaforseti.

Eleanor Roosevelt var sérstaklega virk og áberandi sem forsetafrú þegar eiginmaður hennar, Franklin D. Roosevelt, var forseti. Hún ferðaðist mikið um Bandaríkin og ræddi við fátæka, fólk úr minnihlutahópum og fólk sem átti erfitt af öðrum ástæðum. Þetta fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?