Daily Mail skýrir frá þessu og segir að þetta kom fram í nýrri heimildarmynd eftir Spike Lee. Þessi ummæli Lipkin, sem er prófessor við Columbia University, grafa undan frásögn kínverskra stjórnvalda af framgangi mála í upphafi faraldursins. Þess má geta að kínversk yfirvöld heiðruðu Lipkin fyrir framgöngu hans í tengslum við Sars faraldurinn fyrr á öldinni.
Lipkin segist hafa heyrt af faraldrinum þann 15. desember 2019 en þá segja kínversk yfirvöld að aðeins hafi verið vitað um 5 kórónuveirusmitaða einstaklinga í landinu. En 16 dagar liðu þar til þeir tilkynntu WHO um veiruna og þá eftir að yfirvöld á Taívan höfðu gert viðvart.