fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný skýrsla – Hryllingur bíður Sýrlendinga sem eru sendir heim

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 18:33

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty International þá eru þeir Sýrlendingar sem eru sendir heim frá ríkjum þar sem þeir hafa leitað skjóls eða snúa aftur af sjálfsdáðum ekki öruggir eftir heimkomuna. Konur, börn og karlar eiga á hættu að vera handtekin, pyntuð og nauðgað af öryggissveitum stjórnarinnar.

Í skýrslunni, sem heitir „You‘re going to your death“, kemur fram að brotið hafi verið alvarlega á mannréttindum 66 Sýrlendinga eftir að þeir sneru aftur til Sýrlands. Sýrlenska leyniþjónustan hafði afskipti af þeim, fangelsaði þá og þeir voru pyntaðir og misþyrmt að sögn Lisa Blinkenber, ráðgjafa hjá Amnesty International.

Í skýrslunni kemur fram að fimm hafi látist á meðan þeir voru í haldi öryggissveita og 17 sé saknað. Í skýrslunni er skýrt frá 14 kynferðisbrotum gegn heimsendu fólki, þar á meðal nauðgun á 5 ára stúlku.

Blinkenberg segir að öryggissveitirnar líti á heimsent fólk sem föðurlandssvikara og hryðjuverkamenn. Sveitirnar krefji fjölskyldur fólksins um háar fjárhæðir fyrir að láta það laust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“