fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn aflífar mýtuna um 10.000 skrefin á dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 06:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 13 ára hafa vísindamenn rannsakað heilsufarsávinning þess að ganga. Oft hefur verið talað um að það sé gott fyrir fólk að ganga 10.000 skref á dag til að bæta heilsuna. En niðurstaða þessarar 13 ára rannsóknar aflífa þessa mýtu, eins og líklega má kalla þetta núna, algjörlega.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það er enginn heilsufarslegur ávinningur af því að ganga meira en 7.000 skref á dag. Þetta þýðir að það er heilsufarslegur ávinningur af því að ganga allt að 7.000 skref á dag en umfram það skilar ekki neinum árangri til viðbótar. Science Alert skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem gengu að minnsta kosti 7.000 skref á dag voru að meðaltali í 50-70% minni hættu á að deyja ótímabærum dauða miðað við þá sem gengu færri en 7.000 skref á dag.

Rannsóknin stóð yfir frá 2005 til 2018. Þátttakendurnir voru 2.000 karlar og konur í Bandaríkjunum og var meðalaldur þeirra 45 ár. Fólkið gekk allt með mæli sem taldi skref. Þegar rannsókninni lauk höfðu 72 af þátttakendunum látist.

Rannsóknin leiddi í ljós að líkurnar á að deyja ótímabærum dauða urðu minni eftir því sem þátttakendurnir gengu fleiri skref á dag en þó aðeins upp að ákveðnu marki. Skref umfram 7.000 á dag skiluðu engum heilsufarslegum ávinningi til viðbótar. Var þá búið að taka tillit til aldurs, kyns, kynþáttar, menntunar, reykinga og áfengisneyslu.

Niðurstaðan er á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt að það fylgi því heilsufarslegur ávinningur að taka fleiri skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“