fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að vernda þungunarrofsmiðstöðvar í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 08:00

Mynd frá mótmælum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að gera allt sem í þess valdi stendur til að vernda þungunarrofsmiðstöðvar í Texas ef þær verða fyrir árásum á grundvelli nýrrar þungunarrofslöggjafar ríkisins.

Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í gær. Lögin eru mjög ströng en samkvæmt þeim er þungunarrof óheimilt eftir sjöttu viku meðgöngu og skiptir þá engu þótt um nauðgun eða sifjaspell hafi verið að ræða. Þungunarrof er aðeins heimilt eftir sjöttu viku meðgöngu ef líf móðurinnar er í hættu.

Í tilkynningu frá Garland segir að ráðuneyti hans „muni bjóða fram aðstoð alríkisstjórnarinnar þegar ráðist verður á þungunarrofsmiðstöðvar eða frjósemismiðstöðvar“. Hann sagði einnig að ráðuneytið hafi nú þegar sett sig í samband við alla saksóknara og rannsakendur alríkisins í Texas til að ræða innan hvaða ramma þeir gera starfað.

„Við munum ekki líða neinskonar ofbeldi gegn fólki sem óskar eftir eða bíður upp á frjósemisaðgerðir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti