Þetta sagði Christian Drosten, yfirfarsóttafræðingur Charité háskólasjúkrahússins í Berlín, fyrir helgi. Ástæðan er slæleg þátttaka Þjóðverja í bólusetningu gegn kórónuveirunni.
„Með þetta bólusetningarhlutfall getum við ekki farið inn í haustið. Þetta dugir ekki,“ sagði hann á útvarpsstöðinni Deutschlandfunk.
61% Þjóðverja hafa lokið bólusetningu en það dugir ekki til að gera út af við faraldurinn sagði Drosten og sagði að hlutfallið verði að ná upp í um 90%. Hann sagðist því sjá fyrir sér að Þjóðverjar verði að byrja að stunda félagsforðun aftur í október og verði þá að fækka þeim sem þeir hafa samskipti við um 10%. Í nóvember verði þeir síðan að fækka um 30% í þessum hópi.
Ástæðan fyrir lítilli þátttöku í bólusetningum er að töluverðra efasemda gætir um þær og þá sérstaklega í austurhluta landsins, fyrrum Austur-Þýskalandi. Má nefna að í Sachsen hafa 52% lokið bólusetningu en sums staðar er hlutfallið aðeins 41%.