New York Post skýrir frá þessu.
„Við neyðumst til að brjóta efasemdir um bólusetningar á bak aftur ef við viljum ná árangri í baráttunni gegn COVID-19 og nýjum afbrigðum,“ sagði prinsinn.
Ekki hafði verið tilkynnt fyrir fram að Harry myndi taka þátt í athöfninni og því kom það fólki mjög á óvart þegar hann birtist á skjánum. Í ræðu sinni gagnrýndi Harry fólk sem breiðir út rangar upplýsingar um bóluefni og sagði það skapa vantraust og valda klofningi í samfélaginu. Hann sakaði þetta fólk um að dreifa röngum upplýsingum og valda þar með ótta.
Hann benti einnig á að það skiptir máli hvar fólk býr í heiminum um hvort það eigi yfirhöfuð möguleika á að fá bólusetningu. „Aðeins tvö prósent íbúa þróunarríkja hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þar til öll samfélög fá aðgang að bóluefnum og trúverðugum upplýsingum eigum við öll á hættu að veikjast,“ sagði hann.