fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fundu stóran gullfjársjóð á Jótlandi – Grafinn niður fyrir um 1.500 árum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 17:00

Hluti af fjársjóðnum. Mynd:Konserveringscenter Vejle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugamenn um fornleifafræði gerðu merkan fornleifafund nærri Jelling á Jótlandi í desember á síðasta ári. Þar fundu þeir stóran gullfjársjóð eða um eitt kíló. Fjársjóðurinn samanstendur af skartgripum og var grafinn niður fyrir um 1.500 árum síðan.

Í fréttatilkynningu frá Vejlemuseerne segir að þetta sé einn stærsti, verðmætasti og fallegasti gullfjársjóðurinn sem fundist hefur í Danmörku til þessa.

Fjársjóðurinn var að sögn talsmanna safnsins grafinn í jörðu af auðmanni á járnöld.

Mads Ravn, rannsóknastjóri hjá Vejlemuseerne, segir að þetta sýni að staðurinn hafi verið miðpunktur valds í Danmörku á þessum tíma. Það hafi aðeins verið á færi manna úr efstu lögum samfélagsins að sanka að sér fjársjóði á borð við þennan.

Ekki er vitað af hverju eigandi fjársjóðsins hefur ákveðið að grafa hann í jörðu á sínum tíma.

Fjársjóðurinn verður hluti af stórri víkingasýningu Vejlemuseerne sem opnar 3. febrúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki