fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Sjö svartir menn náðaðir – Teknir af lífi 1951 fyrir nauðgun á hvítri konu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 19:30

The Martinsville Seven

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralph Northam, ríkisstjóri í Virginíu í Bandaríkjunum, náðaði á þriðjudaginn sjö svarta menn sem voru teknir af lífi 1951 eftir að hafa verið fundnir sekir um að hafa nauðgað hvítri konu. Það var kviðdómur, sem aðeins hvítt fólk sat í, sem fann mennina seka um nauðgunina.

Málið hefur fengið töluverða athygli á undanförnum árum og áskoranir hafa borist víða að úr heiminum að mennirnir yrðu náðaðir þar sem málið væri skólabókardæmi um kynþáttamismunun hvað varðar dauðarefsingar.

Northam tilkynnti um náðun mannanna eftir að hann hafði fundað með afkomendum þeirra og lögmönnum.

The Martinsville Seven, sem var viðurnefni sem festist við mennina, komust í fréttirnar þegar þeir voru sakfelldir fyrir að hafa nauðgað Ruby Stroud Floyd, 32 ára hvítri konu, þegar hún fór í hverfi svartra í Martinsville þann 8. janúar 1949 til að innheimta peninga fyrir föt sem hún hafði selt.

Fjórir af mönnunum voru teknir af lífi í rafmagnsstól 2. febrúar 1951 og hinir þrír þremur dögum síðar.

Á þessum tíma lá dauðarefsing við nauðgunum en Northam sagði á þriðjudaginn að dauðarefsingum hefði hefði nær eingöngu verið beitt gegn svörtu fólki. Tölur sem ná frá 1908, þegar byrjað var að nota rafmagnsstólinn í Virginíu, til 1951 sýna að allir þeir 45 sem voru teknir af lífi í ríkinu fyrir nauðganir voru svartir að sögn Northam.

Hann sagði að náðanirnar væru ekki úrskurður um hvort mennirnir hefðu verið sekir eða saklausir en þær væru staðfesting á að þeir hefðu ekki fengið réttláta málsmeðferð og hefðu goldið fyrir að vera svartir og hafi því ekki fengið sömu málsmeðferð og hvítt fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður