fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

WHO segir að 2050 verði 139 milljónir manna með vitglöp

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að um miðja öldina verði 139 milljónir manna með vitglöp. Tíu prósent allra tilfella eru hjá fólki yngra en 65 ára. Nú eru um 55 milljónir manna með vitglöp að sögn WHO.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar. Fram kemur að 2030 verði fjöldinn kominn í 78 milljónir og 139 milljónir 2050. Ástæðan er að meðalaldur mannkyns fer hækkandi.

En áætlanir um hvernig á að takast á við þetta og annast fólk sem þjáist af vitglöpum eru aðeins til staðar í fjórðungi ríkja heims. Helmingur þeirra er í Evrópu.

„Vitglöp ræna fólki minninu, sjálfstæði og virðingu. Sjúkdómurinn rænir okkur hin fólki sem við þekkjum og elskum,“ segir Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO.

Árlegur kostnaður vegna vitglapa er nú um 1.300 milljarðar dollara.

Blóðtappar, heilaskaði eða Alzheimers eru meðal þess sem veldur vitglöpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi