Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar. Fram kemur að 2030 verði fjöldinn kominn í 78 milljónir og 139 milljónir 2050. Ástæðan er að meðalaldur mannkyns fer hækkandi.
En áætlanir um hvernig á að takast á við þetta og annast fólk sem þjáist af vitglöpum eru aðeins til staðar í fjórðungi ríkja heims. Helmingur þeirra er í Evrópu.
„Vitglöp ræna fólki minninu, sjálfstæði og virðingu. Sjúkdómurinn rænir okkur hin fólki sem við þekkjum og elskum,“ segir Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO.
Árlegur kostnaður vegna vitglapa er nú um 1.300 milljarðar dollara.
Blóðtappar, heilaskaði eða Alzheimers eru meðal þess sem veldur vitglöpum.