Skýrslan byggist á tölum frá rúmlega 15.000 lögregluembættum og löggæslustofnunum. Frá 2014 hefur hatursglæpum fjölgað um 42%.
Árásum á svart fólk fjölgaði um 40% á síðasta ári miðað við árið 2019 og voru 2.755 en voru 1.930 árið á undan. Árásum á fólk af asískum uppruna fjölgaði um 70% á milli ára, voru 158 árið 2019 en 274 í fyrra. Árásum á hvítt fólk fjölgaði um 16% og voru 773 á síðasta ári.
Hvað varðar brotamenn þá voru 55% þeirra hvítir, 20% svartir, 6% af blönduðum kynþætti, 1% asískir og ekki er vitað um kynþátt 16% þeirra.
Hatursglæpum, sem beindust gegn múslimum og gyðingum, fjölgaði einnig. Gegn múslimum um 42% og um 30% gegn gyðingum.