fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Dularfullur sjúkdómur herjar á starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Berlín

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 21:35

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð bandarískir njósnarar og diplómatar hafa veikst og fundið fyrir undarlegum einkennum sem hafa verið nefnd Havanaheilkenni en þessi einkenni komu fyrst fram í Havana á Kúbu. Nú hafa sendiráðsstarfsmenn í Þýskalandi orðið fyrir barðinu á þessu dularfulla heilkenni.

Ekki er vitað með vissu hvað veldur því en því hefur verið velt upp að örbylgjur valdi þessu og að um markvissar árásir á starfsmenn utanríkisþjónustunnar og leyniþjónustustofnana sé að ræða.

Bandarísk yfirvöld virðast engu nær því að leysa þessa ráðgátu en þeim fjölgar sífellt sem verða fyrir Havanaheilkenninu. Því er lýst sem sem svima, ógleði, höfuðverk, eyrnaverk og sumir verða fyrir óbætanlegum heilaskaða.

CNN segir að mörg hundruð tilfelli hafi komið upp. Í síðustu viku varð að fresta för Kamala Harris, varaforseta, frá Singapore til Víetnam um þrjár klukkustundir því grunur var um að nokkur ný tilfelli Havanaheilkennisins hefðu komið upp í Hanoi.

The Wall Street Journal segir að starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Berlín hafi nýlega fengið aðstoð lækna vegna svipaðra einkenna. Tveir úr hópnum eru algjörlega óvinnufærir. Þetta hefur vakið enn meiri áhyggjur í Bandaríkjunum því þetta er í fyrsta sinn sem heilkennisins verður vart hjá Bandaríkjamönnum sem starfa í NATO-ríki.

Engin skýring hefur enn fengist á hvað veldur heilkenninu en margir þeirra sem hafa orðið fyrir því heyra skyndilega há hljóð eða finna fyrir miklum þrýstingi eða titringi í höfðinu. Flestir segja að hljóðið og þrýstingurinn virðist koma úr ákveðinni átt og að þeir finni aðeins fyrir þessu þegar þeir eru á ákveðnum stöðum. Þetta hefur lagst svo þungt á suma að þeir hafa orðið að fara í langt veikindafrí eða jafnvel hætta að vinna.

Frá Havana.

Fyrsta tilfellið kom upp á Kúbu 2016 og síðan hafa tilfelli komið upp í Rússlandi og Kína. Austurrísk yfirvöld hafa einnig rannsakað um 20 hugsanleg slík tilfelli hjá bandarískum stjórnarerindrekum í Vín. CNN segir að einnig hafi tvö tilfelli komið upp meðal öryggisvarða í Hvíta húsinu. Þegar Donald Trump, þáverandi forseti, var í opinberri heimsókn í Bretlandi 2019 urðu tveir embættismenn í fylgdarliði hans fyrir heilkenninu. Það hefur einnig komið fram í fleiri Evrópuríkjum.

Þrátt fyrir að mikil óvissa ríki um Havanaheilkennið og hvað veldur því þá hafa bandarísk yfirvöld gert sér góða hugmynd um hver stendur á bak við árásirnar en þetta er enn sem komið er bara óopinber skoðun þeirra. Wall Street Journal hefur eftir starfsmanni sendiráðsins í Berlín, sem er meðal þeirra sem hafa orðið fyrir heilkenninu, að eitt eigi allir þeir sem hafa orðið fyrir heilkenninu sameiginlegt. „Það eru engar sannanir fyrir hvað kom fyrir okkur en það er sláandi að við höfðum unnið að verkefnum sem tengjast Rússlandi,“ sagði hann.

Nánar tiltekið þá vann fólkið að verkefnum sem tengjast útflutningi á gasi, netöryggi og afskiptum Rússa af innri málefnum annarra ríkja.

Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sagðar vera þeirrar skoðunar að Rússar noti hugsanlega sterka örbylgjusenda til að stela gögnum úr farsímum og tölvum og að Havanaheilkennið sé aukaverkun af þeim þjófnaði, það sé ekki ætlun þeirra að skaða fólkið.

Der Spiegel segir að þetta snúist um markvissar árásir. Segir blaðið að Rússar hafi lengi unnið að þróun tækja til að senda hættulegar hljóð- eða útvarpsbylgjur að ákveðnum fólki í gegnum farsíma.

Það eru sem sagt margar kenningar á lofti en engin þeirra passar 100% við Havanaheilkennið en Der Spiegel segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hafi sjálft þróað vopn sem sendir frá sér hátíðni geisla. Fyrir nokkrum árum kynnti bandarískt fyrirtæki vopn sem nefnist Medusa (Mob Excess Deterrent Using Silent Audio) sem er sagt vera svo lítið að það er hægt að flytja það í venjulegum fólksbíl. Afleiðingar notkunar Medusa eru sagðar vera eins og Havanaheilkennið. En Medusa var aldrei þróað að fullu vegna siðferðilegra álitamála í Bandaríkjunum. Sérfræðingar útiloka þó ekki að áfram hafi verið unnið við þróun vopnsins á laun. James Giordano, bandarískur hernaðarséfræðingur, sagði í samtali við The Guardian að aðeins Kína og Rússland hafi getu til að ráða yfir tækni af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“