The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það sem mestu veldur um þetta sé eyðing skóga. Þetta kemur fram í State of the World‘s Trees skýrslunni sem var birt á miðvikudaginn. Hún byggist á fimm ára langri rannsókn.
Niðurstöður hennar eru að 17.510 trjátegundir séu í hættu á að deyja út en þetta er tvöfalt meiri fjöldi en þær tegundir spendýra, fugla, froskdýra og skriðdýra sem eru samanlagt í útrýmingarhættu.
58.498 trjátegundir eru þekktar í heiminum og því eru 29,9% þeirra taldar vera í útrýmingarhættu. En hlutfallið er líklega hærra að mati vísindamanna því 7,1% voru sett í flokkinn „líklega í hættu“ og 21,6% voru sett í flokkinn „ónógt mat“. Aðeins 41,5% voru sett í flokkinn „örugg“.
Þessi ógn er uppi um allan heim. Flestar tegundir eru í hættu í Amazon í Brasilíu eða 1.788.