Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Drottningin sér um búninga- og sviðsmyndahönnun fyrir myndina.
„Að Ehrengard verði vakin til lífsins sem Netflix-mynd er frábært tækifæri. Ég hlakka mjög mikið til að kynna þessa heillandi sögu um táldrátt og þrá fyrir áhorfendum um allan heim,“ er haft eftir Bille August í fréttatilkynningunni. Einnig er haft eftir honum að drottningin hafi hannað frábæra búninga og sviðsmyndir sem munu skipta miklu máli fyrir myndina.
„Ég er ótrúlega ánægð með að taka þátt í þessu verkefni. Sögur Karen Blixen hafa alltaf heillað mig – með fagurfræðilegum lýsingum, ímyndunarafli og þeim myndum sem þær hafa birt mér,“ er haft eftir drottningunni í fréttatilkynningunni.
Ekki hefur verið skýrt frá hverjir munu fara með aðalhlutverkin í myndinni en hún verður tekin til sýninga hjá Netflix árið 2023.