fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Írar orðnir rúmlega 5 milljónir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 16:15

Frá Dublin á Írlandi. Mynd:Getty. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýju manntali á Írlandi eru Írar nú orðnir 5,01 milljón talsins og er þetta í fyrsta sinn síðan 1851 sem þeir eru svo margir. Þá var niðurstaða manntalsins að þeir væru 5,11 milljónir en talið er að ein milljón Íra hafi látist úr hungri á árunum eftir það og milljónir flúðu land.

Írska hagstofan tilkynnti niðurstöður nýja manntalsins á þriðjudaginn. Í tilkynningu frá henni segir að 1851 hafi 6,6 milljónir manna búið á Írlandi öllu en í dag séu íbúarnir 6,9 milljónir að Norður-Írum meðtöldum. Til samanburðar má nefna að í Wales búa 3,1 milljónir, 5,4 milljónir í Skotlandi og 56,2 milljónir á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt