fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Háskólar í Berlín úthýsa nánast kjöti úr mötuneytum sínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 14:35

Hann fékk ekki steikina sína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

34 mötuneyti fjögurra háskóla í Berlín munu í framtíðinni aðeins bjóða upp á einn kjötrétt fjóra daga í viku. Stúdentar munu því ekki geta valið á milli kjöt- og fiskrétta eins og hingað til.

Breytingarnar taka gildi í október. Mikil áhersla verður lögð á ýmsa grænmetisrétti og pasta. Daniela Kummle, hjá Studierendenwerk samtökunum, sagði í samtali við The Guardian að breytingin væri viðbrögð við óskum stúdenta um umhverfisvænni matseðla í mötuneytunum.

30-50% af því sem er á boðstólum í mötuneytum þýskra háskóla er nú grænmeti og ávextir en stúdentar hafa í auknum mæli viljað sjá slíkan mat á matseðlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn