Breytingarnar taka gildi í október. Mikil áhersla verður lögð á ýmsa grænmetisrétti og pasta. Daniela Kummle, hjá Studierendenwerk samtökunum, sagði í samtali við The Guardian að breytingin væri viðbrögð við óskum stúdenta um umhverfisvænni matseðla í mötuneytunum.
30-50% af því sem er á boðstólum í mötuneytum þýskra háskóla er nú grænmeti og ávextir en stúdentar hafa í auknum mæli viljað sjá slíkan mat á matseðlunum.