„Mér finnst augljóst að þörfin fyrir evrópskan her er skýrari en nokkru sinni áður í ljósi atburðanna í Afganistan. Ég er viss um að ráðherrarnir munu ræða hvernig á að takast á við þessa nýju stöðu og hvernig við getum undirbúið okkur betur undir áskoranir framtíðarinnar,“ sagði Borrell fyrir fundinn í gær.
Claudio Graziana, formaður hermálanefndar ESB, er sama sinnis. „Staða mála í Afganistan, Miðausturlöndum og Sahel sýnir að það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Fyrsta skrefið er að koma upp evrópskum hraðsveitum,“ sagði hann fyrir fundinn í gær.