fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Utanríkismálastjóri ESB vill sérstakar hraðsveitir ESB

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 07:59

Franskir hermenn við skyldustörf. Mynd:EPA-EFE/IAN LANGSDON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB þarf að koma sér upp 5.000 manna hraðsveit hermanna sem er hægt að senda skjótt á vettvang ef þörf krefur. Atburðir sumarsins í Afganistan sýna að þörf er á slíkri hraðsveit. Þetta er mat Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í Framkvæmdastjórn ESB. Hann fundaði með varnarmálaráðherrum ESB-ríkjanna í gær.

„Mér finnst augljóst að þörfin fyrir evrópskan her er skýrari en nokkru sinni áður í ljósi atburðanna í Afganistan. Ég er viss um að ráðherrarnir munu ræða hvernig á að takast á við þessa nýju stöðu og hvernig við getum undirbúið okkur betur undir áskoranir framtíðarinnar,“ sagði Borrell fyrir fundinn í gær.

Claudio Graziana, formaður hermálanefndar ESB, er sama sinnis. „Staða mála í Afganistan, Miðausturlöndum og Sahel sýnir að það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Fyrsta skrefið er að koma upp evrópskum hraðsveitum,“ sagði hann fyrir fundinn í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið