fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Dularfullt andlát þriggja manna fjölskyldu – Ekkert vitað um dánarorsökina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 06:02

Ellen Chung og John Gerrish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tveimur vikum fundust John Gerrish, 45 ára, Ellen Chung, 30 ára, og eins árs dóttir þeirra, Muji, látin við svokallaða Lundyleið í Sierra þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Enn er ekki vitað hvað varð fjölskyldunni að bana. Vegna málsins og þess að ekki er vitað hvað varð fjölskyldunni að bana hafa yfirvöld ákveðið að loka tjaldsvæðum og annarri aðstöðu við þessa leið fram til 26. september.

The Guardian segir að á næstu vikum sé vonast til að hægt verði að komast til botns í hvað varð fjölskyldunni að bana. Hún fannst látin á gönguleiðinni þann 17. ágúst og var hundurinn þeirra dauður við hlið þeirra.

Ekki var neitt að sjá sem gat skýrt hvað hefði orðið þeim að bana og málin hafa ekki skýrst síðan fjölskyldan fannst. Lögreglan segir að þau hafi ekki verið myrt með vopni. Faðir Gerrish hefur sagt að hann trúi ekki að fjölskyldan hafi verið myrt.

„Við vitum að fjölskyldur og vinir John og Ellen bíða eftir svörum og við vinnum að rannsókn málsins allan sólarhringinn,“ segir Jeremy Briese, lögreglustjóri.

The Guardian segir að í fyrstu hafi lögreglan rannsakað hvort gas úr nærliggjandi námum hafi orðið fjölskyldunni að bana eða þörungaeitrun úr Mercedánni. Niðurstöður efnarannsókna liggja ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans