fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Pressan

Góð tíðindi fyrir bólusetta – Líkurnar á langvarandi COVID-19-veikindum eru næstum helmingi minni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 20:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullorðnir, sem hafa lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni, eru í 47% minni hættu á að glíma við langvarandi COVID-19-veikindi ef þeir smitast af veirunni og veikjast. Þetta er byggt á rannsókn vísindamanna við King‘s College London sem fóru yfir gögn rúmlega tveggja milljóna manna sem skráðu sjúkdómseinkenni sín, skimanir og bólusetningar í Zoe COVID Sympton Study appið frá 8. desember 2020 til 4. júlí 2021.

6.030 skráðu að þeir hefðu greinst með COVID-19 að minnsta kosti 14 dögum eftir að þeir fengu fyrri skammtinn af bóluefni en áður en þeir fengu þann síðari. 2.370 greindust með smit að minnsta kosti sjö dögum eftir að þeir fengu síðari skammtinn. Sky News skýrir frá þessu.

Rannsóknin hefur verið birt í hinu virta vísindariti Lancet. Í niðurstöðum hennar segja vísindamennirnir að þeir hafi komist að því að líkurnar á að vera með sjúkdómseinkenni þegar að minnsta kosti 28 dagar voru liðnir frá því að smit kom upp hjá þeim sem höfðu verið bólusettir væru tæplega helmingi minni ef fólk var búið að fá báða skammtana af bóluefni.

„Þessi niðurstaða bendir til að líkurnar á langvarandi COVID-19-veikindum sé minni hjá þeim sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni og því til viðbótar kemur að áður hefur verið staðfest að minni líkur eru á að bólusettir smitist,“ segir í niðurstöðum vísindamannanna.

Tim Spector, prófessor við King‘s College, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hann segir að bólusetningar dragi mjög úr líkunum á að fólk glími við langvarandi COVID-19-veikindi. „Í fyrsta lagi með að draga 8-10 tífalt úr líkunum á sjúkdómseinkennum og með því að draga úr líkunum á langvarandi COVID-19-veikindum um helming. Óháð því hversu langvarandi sjúkdómseinkennin eru þá sjáum við að eftir tvo skammta af bóluefni eru smitin mun vægari. Bóluefnin eru því að hafa áhrif til hins betra. Við hvetjum fólk til að fá seinni skammtinn eins fljótt og það getur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona „draugaveiðarans“ handtekin – Bruggaði eiginmanninum launráð

Eiginkona „draugaveiðarans“ handtekin – Bruggaði eiginmanninum launráð
Pressan
Í gær

Geimfararnir sem sátu fastir í geimstöðinni munu glíma við sársaukafullt vandamál þegar þeir koma til jarðarinnar

Geimfararnir sem sátu fastir í geimstöðinni munu glíma við sársaukafullt vandamál þegar þeir koma til jarðarinnar
Pressan
Í gær

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“
Pressan
Í gær

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur örva kynhvötina

Þessar matvörur örva kynhvötina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi