Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að andstæðingar bólusetninga og samsæriskenningasmiðir hafi beint spjótum sínum að henni á samfélagsmiðlum eftir að hún hvatti ungt fólk til að láta bólusetja sig.
Sky News hefur eftir henni að hún hafi verið sökuð um að vera „lygari“ og „leikkona á launaskrá yfirvalda“ á samfélagsmiðlum.
Hún hefur glímt við svima, öndunarörðugleika, höfuðverk, misst lyktar- og bragðskyn og blóðkökkur hefur myndast í lungum hennar. Hún greindist með COVID-19 um miðjan ágúst, þremur dögum eftir að hún fékk fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer/BioNTech. Læknar fullyrða að veikindin hennar séu alls ótengd bólusetningunni.
„Ég hef þurft að glíma við fjölda andstæðinga bólusetninga og samsæriskenningasmiði og það er mjög pirrandi. Ég hef verið kölluð lygari, leikkona á launaskrá yfirvalda, djöfullinn, nasisti, illmenni og fleira. Það er engin þörf á þessu,“ hefur Sky News eftir henni.
Hún hefur legið á sjúkrahúsi síðan 25. ágúst. Hún sagðist hafa óttast að deyja þegar súrefnismagnið í líkama hennar lækkaði mikið og hún átti erfitt með að standa upp án þess að örmagnast við það. Hún sagði að það taki hana nú eina klukkustund að jafna sig eftir að fara í sturtu. „Það er eins og ég hafi hlaupið 40 mílur,“ sagði hún.