fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Vitni tjáir sig um mál Anne-Elisabeth – Sá undarlega hluti við heimili hjónanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 05:59

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæplega þrjú ár síðan Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í Lørenskog í Noregi. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins og telur að eiginmaður Anne-Elisabeth, Tom Hagen, sé viðriðinn hvarf hennar en hann neitar því. Lögreglan telur öruggt að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani. Telur lögreglan að lausnargjaldskrafan sem var sett fram í upphafi málsins hafi átt að villa fyrir við rannsókn málsins. Nú hefur vitni í málinu tjáð sig opinberlega um það sem það sá.

Í nýrri heimildarmyndaþáttaröð „Forsvinningen på Lørenskog“ er rætt við konu sem býr nærri heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien 4. Frá heimili sínu sér konan yfir göngustíg sem liggur bak við hús Hagen-hjónanna.  TV2 skýrir frá þessu.

Konan segir að sumarið og haustið 2018 hafi hún tekið eftir nokkrum atriðum sem hafi setið í minni hennar síðan. Hún getur ekki tímasett þetta alveg en segir öruggt að þetta hafi verið áður en Anne-Elisabeth hvarf.

„Árla morguns sá ég mann koma gangandi með dýnu eða eitthvað álíka. Hann hitti síðan tvo aðra menn við tré sem stendur við göngustíginn,“ segir konan sem segist hafa verið hissa á þessu og hafi velt fyrir sér hvort einhver hafi sofið þarna utandyra. Þetta sá hún síðan gerast einu sinni til viðbótar.

„Ég veit ekki hvort maðurinn sem bar dýnuna svaf þarna en hann birtist að minnsta kosti þarna snemma morguns í bæði skiptin,“ segir hún.

Lögreglan vildi ekki tjá sig um þetta við TV2 eða önnur atriði er tengjast því hvað gerðist áður en Anne-Elisabeth hvarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann