The Guardian skýrir frá þessu. Þátturinn var sýndur á mánudaginn, á besta útsendingartíma, á Nouvelle Chaine Ivorienne sjónvarpsstöðinni. Þátturinn vakti strax mikla reiði og á skömmum tíma skrifuðu 37.500 manns undir kröfu um að þáttastjórnandanum Yves de Mbella yrði vikið frá störfum. Hann er, eða var, mjög vinsæll sjónvarpsmaður.
Óháð eftirlitsnefnd með fjölmiðlum tilkynnti síðan að honum hefði verið vikið frá störfum vegna þáttarins þar sem skelfilegt orðbragð hafi verið viðhaft, nauðgun hafi verið sviðsett og konur hafi verið lítilsvirtar.
„Ég er miður mín yfir að hafa hneykslað fólk þegar ég var að reyna að vekja athygli á vandanum. Ég gerði mistök,“ skrifaði hann meðal annars á Facebook.