fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Telja að tveir menn hafi verið lokkaðir í dauðagildru í Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 20:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags voru tveir menn skotnir í Hjulsta, sem er hverfi í vesturhluta Stokkhólms. Annar þeirra, tvítugur, lést á vettvangi en hinn, 25 ára, særðist mikið. Mennirnir eru sagðir tengjast glæpagenginu Filterlösa grabbar sem er hluti af stærra neti glæpamanna, Shottaz, og hafi þeir verið lokkaðir í sannkallaða dauðagildru.

Aftonbladet skýrir frá þessu.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að mennirnir hafi verið blekktir til að fara til Hjulsta undir því yfirskyni að þar ættu þeir að myrða einhvern. En í raun hafi verið um gildru að ræða þar sem setið var fyrir þeim og þeir skotnir.

Blaðið segir að átök eigi sér stað innan Filterlösa grabbar. Shottaz, og þar með Filterlösa Grabbar, eiga síðan í átökum við Dödspatrullen. Blaðið segir að sömu aðferð hafi verið beitt í Tensta fyrir nokkrum dögum þegar tveir ungir menn voru skotnir. Þeir héldu að þeir ættu að myrða einhvern en setið var fyrir þeim og þeir skotnir. Þeir voru íklæddir skotheldum vestum, hönskum og lambhúshettum. Það mál er talið tengjast átökum yngri hópa innan Shottaz og við Dödspatrullen. Á bak við þetta liggja átök um yfirráð yfir fíkniefnasölu en glæpagengin þéna mikið á sölu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn