fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fylgjast náið með nýju afbrigði kórónuveirunnar – Enn meira smitandi og gott í að forðast mótefni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 05:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náið er nú fylgst með nýju afbrigði kórónuveirunnar sem er talið vera enn skæðara en Deltaafbrigðið sem fer mikinn um allan heim þessar vikurnar.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar suður-afrísku smitsjúkdómastofnunarinnar benda til þess að nýja afbrigðið sem nefnist C.1.2 sé miklu meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og betra í að forðast mótefni en það þýðir að bóluefni virka ekki eins vel gegn afbrigðinu. Bloomberg og Dagbladet skýra frá þessu.

C.1.2 uppgötvaðist fyrst í Suður-Afríku í maí og hefur síðan borist til Englands, Kína, Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, Máritaníu, Nýja-Sjálands, Portúgals og Sviss.

Samkvæmt niðurstöðum nýju rannsóknarinnar þá stökkbreytist þetta afbrigði tvisvar sinnum hraðar en önnur afbrigði veirunnar en það þýðir að mati vísindamanna að afbrigðið getur orðið mikil ógn við ónæmi af völdum bólusetningar eða smits.

Afbrigðið er þó enn ekki mjög útbreitt á heimsvísu en það er komið á lista yfir þau afbrigði sem vel er fylgst með, afbrigði sem geta orðið vandamál í framtíðinni.

Tölur frá Suður-Afríku sýna að afbrigðið getur svo sannarlega dreifst hratt út. Í maí voru 0,2% af smitum í Suður-Afríku af völdum þessa afbrigðis. Í júlí var hlutfallið komið í 2% og hafði afbrigðið þá borist til sex af níu héruðum landsins. „Þetta er enn mjög lágt hlutfall en við fylgjumst mjög vel með þessu,“ segir Tullio de Oliveira, sem stýrði fyrrgreindri rannsókn.

Farsóttafræðingurinn Eric-Feigl Ding segir einnig að full ástæða sé til að fylgjast vel með þessu afbrigði. „C.1.2 afbrigðið hefur á einn eða annan hátt stökkbreyst svo hratt og svo mikið að það er nú það afbrigði sem hefur stökkbreyst mest til þessa,“ skrifar hann á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti