Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi 2013. Hann varð fyrir heilaskaða og hefur verið haldið fjarri kastljósi fjölmiðla og frá almenningi síðan og lítið hefur verið látið uppi um líðan hans. En smá ljósi verður varpað á það í heimildarmyndinni sem verður tekin til sýninga á Netflix 15. september.
„Hann sýnir mér daglega hversu sterkur hann er. Hann er alveg ótrúlegur,“ segir eiginkona hans, Corinna Schumacher, í kitlunni.
Þegar Michael varð fimmtugur 2019 skýrði fjölskyldan lítillega frá ástandi hans og sagði þá: „Við fullvissum ykkur um að hann fær bestu mögulegu umönnun og að við gerum allt sem við getum til að hjálpa honum.“
Auk Corinna koma Ralf Schumacher, bróðir Michael, og Mick og Gina Schumacher fram í myndinni en þau eru börn Michael.