fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Pressan

Eiginkona Michael Schumacher tjáir sig – „Hann sýnir hversu sterkur hann er“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 06:59

Michael Schumacher.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„100 prósent fullkomnun. Ég get ekki sætt mig við minna,“ þetta segir í kitlu fyrir væntanlega heimildarmynd um Michael Schumacher, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1. Í myndinni er kíkt á bak við tjöldin og áður óbirtar upptökur eru sýndar og rætt er við fjölskyldu og vini Schumacher.

Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi 2013. Hann varð fyrir heilaskaða og hefur verið haldið fjarri kastljósi fjölmiðla og frá almenningi síðan og lítið hefur verið látið uppi um líðan hans. En smá ljósi verður varpað á það í heimildarmyndinni sem verður tekin til sýninga á Netflix 15. september.

„Hann sýnir mér daglega hversu sterkur hann er. Hann er alveg ótrúlegur,“ segir eiginkona hans, Corinna Schumacher, í kitlunni.

Þegar Michael varð fimmtugur 2019 skýrði fjölskyldan lítillega frá ástandi hans og sagði þá: „Við fullvissum ykkur um að hann fær bestu mögulegu umönnun og að við gerum allt sem við getum til að hjálpa honum.“

Auk Corinna koma Ralf Schumacher, bróðir Michael, og Mick og Gina Schumacher fram í myndinni en þau eru börn Michael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Í gær

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar