fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Reiðhjólafólk taldi sig hafa fundið lík – Reyndist vera allt annað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 05:59

Engin furða að fólkið hafi talið að um lík væri að ræða. Mynd:Gendarmerie de la Loire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku hringdi par, sem var í reiðhjólatúr, í frönsku neyðarlínuna og tilkynnti um lík í síki í Loire í Briennon. Lögreglumenn bjuggu sig undir hið versta og flýttu sér á vettvang ásamt slökkviliðsmönnum.

Þeir drógu dularfullan svartan ruslapoka, sem parið hafði séð í vatninu, í land og ekki var annað að sjá en að í pokanum væri mannslík.

Pokinn var opnaður og er óhætt að segja að viðstöddum hafi brugðið í brún og létt mikið þegar búið var að opna pokann því það var ekki lík í honum. En í honum var höfuðlaus kynlífsdúkka.

Þetta kom í ljós þegar pokinn var opnaður. Mynd:Gendarmerie de la Loire

Lögreglan birti færslu um málið á Facebooksíðu sinni og sagðist gjarnan vilja komast í samband við eiganda dúkkunnar til að skila henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra