fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hann var síðasti bandaríski hermaðurinn til að yfirgefa Afganistan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 05:26

Hér gengur Chris Donahue að vélinni sem flutti hann á brott frá Kabúl. Mynd:Pentagon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski herinn lauk brottflutningi sínum frá flugvellinum í Kabúl í Afganistan í gærkvöldi. Chris Donahue liðsmaður 82. fallhlífasveitar var síðasti bandaríski hermaðurinn til að yfirgefa Kabúl þegar hann gekk um borð í C-17 flutningavél.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti meðfylgjandi mynd af honum á leið inn í flugvélina. Með brotthvarfi Bandaríkjahers er 20 ára veru hans í landinu lokið. Rúmlega 2.400 Bandaríkjamenn féllu í átökum í Afganistan á þessum tíma og tugir þúsunda Afgana létust.

Sky News segir að Kenneth F McKenzie, hershöfðingi, hafi á fréttamannafundi í Pentagon tilkynnt að brottflutningi herliðsins væri lokið. Hann sagði að Ross Wilson, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, hafi farið með síðustu vélinni frá Kabúl.

Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að diplómatískum málefnum Bandaríkjanna gagnvart Afganistan verði nú sinnt frá sendiráði landsins í Doha í Katar, að minnsta kosti um sinn á meðan nýr kafli í samskiptum Afganistans og Bandaríkjanna hefst.

Qari Yusuf, talsmaður Talibana, sagði að sögn Al Jazeera, að endanlegt brotthvarf bandaríska herliðsins þýði að Afganistan hafi „öðlast fullt sjálfstæði“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“