Þá kom í ljós að Vanner er ekki faðir drengsins sem Donna ól fyrir tíu árum. Þetta kom í ljós þegar fjölskyldan fór í DNA-próf sér til gamans. En þetta breyttist fljótt í alvöru og þau trúðu ekki eigin augum.
„Þegar ég sá niðurstöðuna og að þar stóð „faðir óþekktur“ hugsaði ég með mér: „Hvað meinarðu?“, ég er faðir hans,“ sagði Vanner, augljóslega niðurbrotinn, í samtali við ABC4.
Prófin sýndu að egg Donna hafði á sínum tíma verið frjóvgað með sæði annars manns þegar glasafrjóvgunin átti sér stað.
Þau biðu í eitt ár með að segja syni sínum þessi óvæntu tíðindi og byrjuðu strax að leita að föður hans. Venner skrifaði á Facebook að eitt það klikkaðasta sem hann hafi nokkru sinni gert sé að segja við ókunnugan mann: „Ég held að þú sért líffræðilegur faðir sonar míns.““
Með aðstoð fyrirtækisins Anecetry, sem sérhæfir sig í ættarrannsóknum, höfðu hjónin upp á Devin McNeil, sem þau töldu vera föður drengsins þeirra. Það reyndist vera rétt. Devin og eiginkona hans, Kelly, höfðu verið í frjósemisaðgerð hjá University of Utah Center for Reproductive Medicine sama dag og Venner og Donna.
Báðar fjölskyldurnar hafa nú höfðað mál á hendur frjósemismiðstöðinni vegna málsins en hún hefur ekki viljað tjá sig um málið.