fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fjölskyldunni er illa brugðið eftir DNA-próf – „Ég hugsaði: „Hvað meinarðu?““

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 05:59

Donna og Vanner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tíu árum fengu þau Donna og Vanner Johnson, sem búa í Utah í Bandaríkjunum, þær ánægjulegu fréttir að þau ættu von á barni. Þau höfðu lengi reynt að eignast barn og höfðu farið í frjósemisaðgerðir. Að lokum tókst þeim að eignast barn með aðstoð sérfræðinga og tæknifrjóvgunar. En fyrir um einu ári kom ný og óvænt staða upp varðandi þetta.

Þá kom í ljós að Vanner er ekki faðir drengsins sem Donna ól fyrir tíu árum. Þetta kom í ljós þegar fjölskyldan fór í DNA-próf sér til gamans. En þetta breyttist fljótt í alvöru og þau trúðu ekki eigin augum.

„Þegar ég sá niðurstöðuna og að þar stóð „faðir óþekktur“ hugsaði ég með mér: „Hvað meinarðu?“, ég er faðir hans,“ sagði Vanner, augljóslega niðurbrotinn, í samtali við ABC4.

Prófin sýndu að egg Donna hafði á sínum tíma verið frjóvgað með sæði annars manns þegar glasafrjóvgunin átti sér stað.

Þau biðu í eitt ár með að segja syni sínum þessi óvæntu tíðindi og byrjuðu strax að leita að föður hans. Venner skrifaði á Facebook að eitt það klikkaðasta sem hann hafi nokkru sinni gert sé að segja við ókunnugan mann: „Ég held að þú sért líffræðilegur faðir sonar míns.““

Með aðstoð fyrirtækisins Anecetry, sem sérhæfir sig í ættarrannsóknum, höfðu hjónin upp á Devin McNeil, sem þau töldu vera föður drengsins þeirra. Það reyndist vera rétt. Devin og eiginkona hans, Kelly, höfðu verið í frjósemisaðgerð hjá University of Utah Center for Reproductive Medicine sama dag og Venner og Donna.

Báðar fjölskyldurnar hafa nú höfðað mál á hendur frjósemismiðstöðinni vegna málsins en hún hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár