fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Danir hyggjast bólusetja 2-6 ára börn gegn inflúensu í haust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 07:59

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum leiðbeiningum frá danska landlæknisembættinu er ráðlegt að bólusetja börn á aldrinum tveggja til sex ára gegn inflúensu í haust. Segir embættið að ef öll þau 300.000 börn sem eru á þessum aldri verði bólusett þá muni heildarfjöldi inflúensutilfella í vetur verða helmingi minni en ella.

„Aðalástæðan fyrir þessum nýju ráðleggingum okkar er að þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á heildarfjölda inflúensutilfella meðal allra landsmanna,“ hefur Politiken eftir Helene Probst, hjá embætti landlæknis. Hún sagði einnig að bólusetning myndi veita börnunum sjálfum vernd, systkinum þeirra og allri fjölskyldunni.

Yfirleitt er mælt með bólusetningu gegn inflúensu ef einstaklingurinn sjálfur hefur gagn af því en Probst sagði að eftir tvö inflúensutímabil þar sem sóttvarnaaðgerðir voru í gildi hafi nær engin tilfelli inflúensu komið upp og því megi reikna með að hún leggist þyngra á fólk í vetur.

Landlæknisembættið segir að það séu aðallega börn sem dreifa inflúensunni vegna þess að þau smitast oftar, senda frá sér meira magn af veirunni og eiga erfitt með að fylgja leiðbeiningum um hvernig er hægt að draga úr smiti.

Samtök danskra barnalækna styðja þessa tillögu landlæknisembættisins og sagði Marie-Louise von Linstow, formaður samtakanna, hana vera „skynsamlega og eðlilega“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár