fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tvöfalt meiri líkur á sjúkrahúsinnlögn ef fólk smitast af Deltaafbrigðinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður breskrar rannsóknar sýna að miklu meiri líkur eru á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef það smitast af Deltaafbrigði kórónuveirunnar en af öðrum afbrigðum hennar. Deltaafbrigðið er því ekki aðeins mun meira smitandi en önnur afbrigði, það eykur líkurnar á sjúkrahúsinnlögnum einnig mikið.

Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet. Rannsóknin var gerð í Bretlandi og niðurstaða hennar er að hættan á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna COVID-19 sé tvöfalt meiri ef fólk er smitað af Deltaafbrigðinu en það er hið ráðandi afbrigði veirunnar víða um heim þessar vikurnar. En góðu fréttirnar eru þær að þeir sem eru bólusettir hafa þar með góða vörn gegn alvarlegum veikindum.

Rannsóknin var meðal annars gerð af breskum heilbrigðisyfirvöldum, Public Health England. 43.338 kórónuveirutilfelli, á tímabilinu mars til maí á þessu ári, voru rannsökuð og segja rannsakendur að þetta sé stærsta rannsóknin til þessa þar sem tvö afbrigði veirunnar hafa verið borin saman.

74% hinna smituðu höfðu ekki verið bólusett, 24% höfðu fengið einn skammt af bóluefni en aðeins 1,8% höfðu fengið tvo skammta.

Tæplega 1.000 manns fengu svo alvarleg sjúkdómseinkenni að þeir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar búið var að taka tillit til aldurs, kynþáttar og bólusetninga var niðurstaðan sú að líkurnar á að fólk þyrfti á sjúkrahúsinnlögn að halda voru tvöfalt meiri ef það var smitað af Deltaafbrigðinu en til samanburðar var Alphaafbrigðið.

„Rannsóknin staðfestir að fólk sem smitast af Deltaafbrigðinu er miklu líklegra til að þurfa að að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem smitast af Alphaafbrigðinu,“ hefur The Guardian eftir Gavin Dabrera, einum aðalhöfundi rannsóknarinnar.

„Við vitum nú þegar að bóluefni veita frábæra vörn gegn Deltaafbrigðinu og þar sem þetta afbrigði er nú um 98% allra COVID-19 tilfella í Bretlandi skiptir gríðarlegu máli að þeir sem hafa ekki enn fengið tvo skammta af bóluefni fái þá eins fljótt og hægt er,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga