Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fjölmennt lögreglulið hafi verið sent á vettvang og hafi lögreglumenn fljótlega fundið mennina.
Vitni sáu nokkra meinta gerendur forða sér af vettvangi strax eftir árásina. Lögreglan notaði hunda og dróna við leit að árásarmönnunum og svo virðist sem það hafi skilað árangri því klukkan 04.30 í nótt tilkynnti lögreglan að hún hefði handtekið sex manns í húsi í Hjulsta.