fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ósáttur við dómarann eftir dómsuppkvaðningu – „Þú munt sjá eftir þessu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 06:01

Eins og sjá má eru fingur Satoru ekki allir í heilu lagi. Mynd:Taílenska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var hinn 74 ára japanski mafíuleiðtogi Satoru Nomura dæmdur til dauða af dómara í Japan. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Satoru hefði fyrirskipað morð og árásir á fjölda fólks.

Satoru er leiðtogi Kudokai mafíunnar, eða yakuzahópsins, sem er talin samanstanda af um 220 manns. Hann þvertók fyrir aðild að umræddum málum. Ekki er útilokað að það sé rétt hjá honum að mati sumra japanskra fjölmiðla sem segja að ekkert tengi hann beint við afbrotin. Sky News skýrir frá þessu.

Samt sem áður dæmdi dómari í Fukuoka hann til dauða en þetta er í fyrsta sinn sem mafíuleiðtogi er dæmdur til dauða í Japan.

„Ég bað um sanngjarnan dóm . . . Þú munt sjá eftir þessu það sem þú átt eftir ólifað,“ sagði Satoru við dómarann eftir dómsuppkvaðningu.

Kudokai er stærsta og valdamesta mafían í Kitakyushu og eru meðlimir hennar þekktir fyrir árásir þar sem þeir nota vélbyssur og handsprengjur.

Satoru var handtekinn í Taílandi. Mynd:Taílenska lögreglan

Yakuza, sem þýðir glæpamaður, hafa verið liðin áratugum saman í Japan en margir telja slík mafíusamtök nauðsynleg til að halda ofbeldi frá götum landsins sem þykja í raun einstaklega öruggar og glæpir eru fátíðir, að minnsta kosti glæpir sem eru kærðir til lögreglunnar. Yfirvöld hafa þó að undanförnu gengið harðar fram en áður gegn samtökum af þessu tagi og með versnandi efnahagsástandi hafa fleiri gengið til liðs við glæpagengi.

„Glæpirnir voru sérstaklega slæmir. Það var ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en dauðadómi,“ sagði Ben Adach, dómari, eftir dómsuppkvaðninguna.

Satoru var fundinn sekur um að morð á fyrrum forstjóra útgerðarfyrirtækis. Hann var einnig fundinn sekur um árás, með hnífi, á hjúkrunarfræðing á stofu þar sem hann leitaði sér aðstoðar 2013. 2012 stóð hann að baki skotárás á lögreglumann sem hafði rannsakað mál honum tengd. Hann lifði af en hlaut varanleg mein á fótum.

Satoru var handtekinn í Taílandi fyrir þremur árum en hann hafði verið eftirlýstur af japönsku lögreglunni í 10 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti